fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Tveir sviptir ökuréttindum eftir ofsaakstur – Tveir handteknir vegna húsbrots

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 05:38

Ljósmynd: DV/Hanna

Tveir ökumenn voru sviptir ökuréttinum í gærkvöldi og nótt eftir að hafa verið staðnir að ofsaakstri. Sá fyrri var sviptur ökuréttindum eftir að bifreiðin sem hann ók mældist á 157 km/klst á Suðurlandsvegi við Sandskeið en leyfður hámarkshraði þar er 90 km/klst. Hinn ökumaðurinn, sem er aðeins 17 ára, ók bifreið á 126 km/klst á Gullinbrú á fyrsta tímanum í nótt en leyfður hámarkshraði þar er 60 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum og móðir hans kom á lögreglustöðina og sótti hann. Barnaverndaryfirvöldum verður tilkynnt um málið.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi voru tveir ungir menn handteknir við Holtaveg en þeir eru grunaðir um húsbrot. Þeir voru vistaðir í fangageymslu á meðan rannsókn og skýrslutökur stóðu yfir. Annar hinna handteknu er aðeins 17 ára og var móðir hans viðstödd yfirheyrslur yfir honum. Barnaverndaryfirvöldum verður tilkynnt um málið.

Fjórir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra eru einnig grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tveir reyndust vera sviptir ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir voru stöðvaðir réttindalausir við akstur. Einn þeirra ók bifreið sem var án skráningarnúmera.

Afskipti voru höfð af fimm mönnum í gærkvöldi vegna fíkniefnamála. Einn þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og annar um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna