Pressan

Farsímanotkun bönnuð í öllum frönskum grunn- og framhaldsskólum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 20:00

Franska þingið hefur samþykkt að banna alla notkun farsíma í grunn og -framhaldsskólum í landinu. Útvarpsstöðin Franceinfo skýrði frá þessu og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, staðfesti þetta á Twitter.

Bannið tekur gildi eftir sumarfrí. Það kemur ekki alveg óvænt því umræður hafa átt sér stað í Frakklandi um málið á undanförnum mánuðum. Skömmu fyrir jól lýsti Jean-Michel Blanquer, menntamálaráðherra, því yfir að hann ríkisstjórnin myndi banna farsímanotkun í frönskum grunnskólum.

Nú þegar er bannað að nota farsíma í kennslustundum í grunnskólum og margir skólar hafa bannað alla notkun þeirra í skólunum og á skólalóðum en nú verður bannið samræmt fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna