fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sex hafa hrapað til bana á vinsælum sumarleyfisstað á árinu – Þrír úr sömu byggingunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið hefur verið hörmulegt á Mallorca hvað varðar slysfarir en sex ungar manneskjur hafa hrapað til bana þar það sem af er sumri. Allt hrapað fólkið úr háum byggingum, þar af hröpuðu þrír úr sömu byggingunni. Öll fórnarlömbin voru ferðamenn.

Fjögur slysanna áttu sér stað í Magaluf en þangað koma mörg þúsund ungmenni frá Norðurlöndunum og Bretlandi hvert sumar til að skemmta sér. Það hefur vakið mikla athygli að þrjú slysanna þar áttu sér stað í sömu byggingunni, Eden Roc Apartments, en þau eru öll ótengd.

Í apríl hrapaði 19 ára skosk stúlka til bana úr byggingunni, í júní var það tvítugur írskur maður og í júlí var það 18 ára breskur piltur.

Eden Roc Apartments er ekki hótel og íbúðir þar eru að sögn ekki leigðar út til ferðamanna. Þau sem hröpuðu til bana úr byggingunni dvöldu ekki þar. Dagbladet hefur eftir eiganda byggingarinnar að spænsk yfirvöld verði að axla sína ábyrgð í málunum þar sem ljóst sé að áfengisneysla og í sumum tilfellum fíkniefnaneysla kom við sögu í málunum. Það sé hlutverk yfirvalda að koma í veg fyrir að ungt fólk sé ofurölvi á ferð um miðjar nætur.

Borgarstjórnin í Calvia hélt sérstakan fund um málin í byrjun júlí þar sem farið var yfir fyrirliggjandi upplýsingar um málin og lausna var leitað. Borgarstjórinn sagði að fundi loknum að áfram yrði haldið með upplýsingaherferði í samstarfi við breska sendiráðið og einnig verði að reyna að takmarka framboð áfengis þar sem áfengi hafi komið við sögu í öllum málunum.

El Mundo segir að fyrir nokkrum árum hafi það verið stórt vandamál að ungir ferðamenn reyndu að hoppa frá svölum út í sundlaugar, þetta var svo mikið stundað að það fékk sitt eigið nafn: „Balconing“. Lögreglan brást við þessu með því að banna klifur á svölum og voru sektir lagðar við brotum á banninu, allt að 1.500 evrur fyrir hvert brot.

Slysin á þessu ári hafa þó ekki komið til við þessa hættulegu iðju heldur aðra hættulega iðju en þau eru mörg sögð hafa orðið þegar unga fólkið var að klifra á milli svala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf