fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Fernt varð fyrir eldingum í Finnlandi og Svíþjóð – Þrennt lést

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 10:30

Tveir finnskir bræður létust á föstudagskvöldið eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Í Svíþjóð lést kona á föstudaginn eftir að hafa orðið fyrir eldingu og önnur liggur á sjúkrahúsi í lífshættu. Tugum þúsunda eldinga sló niður í löndunum tveimur á fimmtudag og föstudag. Í Finnlandi einu voru eldingarnar 54.000.

Finnsku bræðurnir, sem voru á sjötugsaldri, fundust látnir nærri tré. Tréð var skemmt eftir eldingu og telur lögreglan að bræðurnir hafi verið nærri trénu þegar eldingu sló niður í það. Hún hafi verið svo öflug að þeir hafi látist samstundis.

Í Svíþjóð fóru tvær konur í göngutúr á föstudagsmorguninn en sneru ekki aftur. Þær fundust liggjandi á jörðinni þegar leit var hafin að þeim. Önnur þeirra, á fimmtugsaldri, var meðvitundarlaus og var flutt á sjúkrahús þar sem hún liggur nú í lífshættu. Hin konan, á sextugsaldri, var látin þegar að var komið segir í frétt Sænska ríkisútvarpsins.

Í Finnlandi laust um 54.000 eldingum niður á fimmtudag og föstudag að sögn veðurfræðinga.

Líkurnar á að verða fyrir eldingu eru ekki miklar. Í Finnlandi deyr að meðaltali ein manneskja annað hvert ár af völdum eldinga. Í Noregi eru líkurnar á að verða fyrir eldingu taldar vera 0,0007 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna