fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fernt varð fyrir eldingum í Finnlandi og Svíþjóð – Þrennt lést

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 10:30

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir finnskir bræður létust á föstudagskvöldið eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Í Svíþjóð lést kona á föstudaginn eftir að hafa orðið fyrir eldingu og önnur liggur á sjúkrahúsi í lífshættu. Tugum þúsunda eldinga sló niður í löndunum tveimur á fimmtudag og föstudag. Í Finnlandi einu voru eldingarnar 54.000.

Finnsku bræðurnir, sem voru á sjötugsaldri, fundust látnir nærri tré. Tréð var skemmt eftir eldingu og telur lögreglan að bræðurnir hafi verið nærri trénu þegar eldingu sló niður í það. Hún hafi verið svo öflug að þeir hafi látist samstundis.

Í Svíþjóð fóru tvær konur í göngutúr á föstudagsmorguninn en sneru ekki aftur. Þær fundust liggjandi á jörðinni þegar leit var hafin að þeim. Önnur þeirra, á fimmtugsaldri, var meðvitundarlaus og var flutt á sjúkrahús þar sem hún liggur nú í lífshættu. Hin konan, á sextugsaldri, var látin þegar að var komið segir í frétt Sænska ríkisútvarpsins.

Í Finnlandi laust um 54.000 eldingum niður á fimmtudag og föstudag að sögn veðurfræðinga.

Líkurnar á að verða fyrir eldingu eru ekki miklar. Í Finnlandi deyr að meðaltali ein manneskja annað hvert ár af völdum eldinga. Í Noregi eru líkurnar á að verða fyrir eldingu taldar vera 0,0007 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?