Pressan

Milljónir Ítala flýja fátækt í suðurhluta landsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 12:15

Séð yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Á undanförnum 16 árum hafa rúmlega tvær milljónir Ítala flutt frá heimahögunum í suðurhluta Ítalíu. Suðurhlutinn er mun fátækari en norðurhlutinn og mikill munur er á lífsskilyrðum fólks í þessum tveimur landshlutum. Ekkert bendir til að þróunin sé að breytast.

Mörg þúsund innflytjendur frá Afríku hafa komið til Ítalíu á undanförnum árum en þeir koma að jafnaði til suðurhlutans. Á sama tíma færa heimamenn sig um set norður á bóginn og margir leita út fyrir landsteinana. Ungt fólk leitar mikið í burtu, fólk sem hefur jafnvel náð sér í góða menntun og eygir von um betra líf annarsstaðar.

Norðurhluti Ítalíu er vel þróaður og þar eru nýtískuleg sjúkrahús og innviðirnir eru góðir en suðurhlutinn minnir að margra mati frekar á þróunarland með lélega innviði og sjúkrahúsin þykja ekki vera upp á marga fiska.

1,2 prósenta hagvexti er spáð í norðurhlutanum á næsta ári en aðeins 0,7 prósentum í suðurhlutanum. Verst er ástandið á Sikiley, þar er lítið um nýsköpun í atvinnulífinu og úr fáum störfum að velja. Sífellt fleiri ítalskar fjölskyldur falla því undir skilgreininguna „working poor“, það er að segja fólk sem er með vinnu en er samt fátækt því launin duga ekki til framfærslu.

Á síðasta ári fjölgaði útlendingum í suðurhluta landsins um 97.000 en það dugði ekki til að vega upp á móti fólksflótta því samtals fækkaði íbúum landshlutans um 203.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna