fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Óvænt kosningaútspil Svíþjóðardemókratanna – Kvikmynd um jafnaðarmenn – Kynþáttahyggja – Ófrjósemisaðgerðir – Gyðingar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 13:50

Nú er rétt rúmur mánuður til þingkosninga í Svíþjóð og kosningabaráttan hörð. Svíþjóðardemókratarnir, sem eru hægriflokkur (popúlistaflokkur) sem er fullur efasemda um ágæti innflytjendastefnunnar, hefur verið í stórsókn og sýna skoðanakannanir að fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt og er hann nú næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Nú hefur flokkurinn komið með óvænt kosningaútspil með 105 mínútna langri mynd um sænska jafnaðarmenn sem eru stærsti flokkur landsins. Í myndinni er fjallað um ýmis mál úr sögu jafnaðarmanna, mál sem mörgum þykja óþægileg.

Það er blaðið Samtiden sem stendur á bak við myndina sem á að sögn að „segja sögu jafnaðarmanna eins og hún hefur aldrei fyrr verið sögð“.  Samtiden er í eigu Svíþjóðardemókratanna og var myndin fjármögnuð að hluta af flokknum. Myndin heitir „Ett folk, ett parti – Socialdemokraternas historia“. Í henni er farið yfir sögu jafnaðarmannaflokksins með aðaláherslu á fyrri helmingi síðustu aldar. Fjallað er um kynþáttahyggju í Svíþjóð á þeim tíma, ófrjósemisaðgerðir sem fólk var þvingað í og gyðinga sem Svíar vildu ekki taka við í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Allt eru þetta viðkvæm málefni sem tengjast jafnaðarmönnum sem hafa verið nær linnulaust við völd í Svíþjóð undanfarna áratugi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Lena Rådström Baastad, ritara jafnaðarmannaflokksins, að það að Svíþjóðardemókratarnir, rasistaflokkur í nútímasamfélagi, reyni að gera stefnu sína gilda með því að fjalla um þetta sé fáránlegt“.

Dick Erixon, aðalritstjóri Samtiden, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að myndin hafi verið gerð þar sem mikil umræða hefur verið um upphaf Svíþjóðardemókratanna og ýmislegt þeim tengt. Það hafi þótt eðlilegt að beina sjónum fólks að öðrum flokkum og þá helst flokknum sem var við völd nær alla síðustu öld.

Baastad sagði að það væri ekkert leyndarmál að sterk andúð hafi verið gegn gyðingum í Svíþjóð á fjórða áratugnum en það væri fáránlegt að Svíþjóðardemókratarnir reyni að nota það til að gera eigin stefnu gilda. Hún sagði að tíðarandinn hafi verið annar áður fyrr og ýmsar hugsanir og viðhorf hafi þá þótt jafngild vísindum. Flestir hafi horfið frá slíkum skoðunum og viðhorfum en Svíþjóðardemókratarnir reyni að koma kynþáttahyggju að í stefnu sinni og að þeir trúi ekki að allir fæðist jafnir. Þetta hafi komið skýrt í ljós í orðum Björn Söder, talsmanns flokksins, sem sagði nýlega að hennar sögn að Samar og gyðingar séu ekki Svíar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna