fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Senda geimfar til sólarinnar – Á að auka þekkingu okkar á þessum miðpunkti sólkerfisins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 08:00

Parker Solar Probe. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi sjáum við sólina eða finnum fyrir henni enda væri ekkert líf hér á jörðinni ef hún væri ekki á sínum stað. Nú ætlar bandaríska geimferðastofnunin NASA að hefja ítarlegar rannsóknir á sólinni með því að senda geimfar á braut um hana en hingað til hefur hún aðeins verið rannsökuð úr fjarlægð.

Á tímabilinu frá sjötta til nítjánda ágúst á að senda geimfarið Parker Solar Probe til sólarinnar sem er auðvitað miðpunkturinn í sólkerfinu okkar. Í fréttatilkynningu frá NASA er haft eftir Alex Young, sem vinnur að rannsóknum á sólinni, að nú hafi sólin verið rannsökuð áratugum saman en nú sé loksins komið að því að senda geimfar á braut um hana.

Verkefnið er allt annað en auðvelt og því eru tvær vikur til ráðstöfunar til að senda geimfarið á loft. Til að það komist á braut um sólina verður það að fá aðstoð frá Venusi. Sex vikum eftir geimskotið mun geimfarið nálgast Venus í fyrsta sinn. Þá mun þyngdarafl plánetunnar hægja á geimfarinu og stýra því í átt að sólinni. En þar með er sagan ekki öll því geimfarið mun fara sjö sinnum inn á braut Venusar áður en það kemst til sólarinnar. Hraði þess verður rúmlega 720.000 kílómetrar á klukkustund þegar það kemst á braut um hana.

CNN hefur eftir Yanping Guo, hjá John Hopkins Applied Physics Laboratory, að það þurfi 55 sinnum meiri orku við uppskot geimfarsins til sólarinnar en ef það ætti að fara til Mars. Það er á stærð við hálfan hefðbundinn fjölskyldubíl.Það á að rannsaka ytri hluta gufuhvolfs sólarinnar og hvernig sólvindar hitna og auka hraða sinn.

Allt að sjö ár geta liðið þar til það verður komið á þá braut um sólina sem NASA vill hafa það á en það byrjar að senda upplýsingar til jarðarinnar löngu áður. Það er nær algjörlega sjálfvirkt enda tekur átta mínútur fyrir boð að berast frá sólinni til jarðarinnar og sama tíma tekur að senda boð frá jörðinni til sólarinnar. Af þeim sökum verður geimfarið sjálft að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma.

11 sentimetra þykk hlíf á að vernda geimfarið gegn þeim mikla hita sem það verður í á braut sinni um sólina. Geislunin þar er um 500 sinnum meiri en á jörðinni. Braut geimfarsins verður í tæplega 6 milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði sólarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?