fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Vöktu orma af 40.000 ára dvala

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 09:00

Nývöknuðu ormarnir. Mynd:Shatilovich et al., Doklady Biological Sciences

Rússneskum vísindamönnum hefur tekist að vekja orma sem hafa verið sofandi eða í dái undanfarin 40.000 ár. Ormarnir fundust í sífrera í Rússlandi en sífreri er jörð sem hefur verið frosin í tvö ár í röð hið minnsta.

Bent hefur verið á að þetta sé mjög spennandi þar sem það er milljarðaiðnaður í dag að frysta fólk í þeirri von að hægt verði að vekja það til lífsins síðar. Rannsóknir á ormunum og hvernig þeir gátu legið svo lengi í dvala geti gagnast í þessum iðnaði.

Á vef Videnskab.dk kemur fram að vísindamennirnir hafi tekið 300 sýni úr sífrera víða á heimskautasvæðinu. Sýnin eru misgömul. Þau voru tekin með ísborum og ískjarnarnir voru síðan fluttir til Moskvu. Þar komu tvær tegundir orma í ljós í tveimur sýnum frá norðausturhluta Rússlands.

Önnur tegundin kom úr 32.000 ára gömlum sífrera og hin úr 40.000 ára. eftir margra vikna umhyggju og nánast dekur fóru ormarnir að taka við sér. Þeir voru látnir vera við stofuhita og var boðið upp á gómsætt æti, að minnsta kosti að mati orma.

Það að það tókst að vekja þá til lífsins getur hugsanlega fært okkur nær svarinu um hvað líf er og hvernig ormarnir geta lokað fyrir efnaskipti líkamans og hvernig þeir setja þau af stað á nýjan leik. Hugsanlega fást þá svör við af hverju við mennirnir getum þetta ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna