fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

66 skotnir í Chicago um helgina – 12 létust – 11 og 13 ára meðal fórnarlambanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 04:55

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Frá því klukkan 18 á föstudaginn þar til klukkan 23.59 á sunnudaginn voru 66 manns skotnir í Chicago í Bandaríkjunum. Þar af létust 12. Meðal fórnarlambanna voru 11 og 13 ára börn. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í borginni í gær.

Eddie T. Johnson, yfirlögregluþjónn, sagði það ekkert leyndarmál að lögreglan væri mjög ósátt við þetta óvenjulega mikla ofbeldi. Fram kom að 33 skotárásir hafi verið gerðar í borginni um helgina. 14 ungmenni voru skotin. Fórnarlömbin voru á aldrinum 11 til 62 ára. í einu tilfelli hið minnsta var skotið á fólk þar sem það tók þátt í götusamkvæmi.

46 voru handteknir um helgina fyrir meint brot gegn vopnalögum og 60 skotvopn voru haldlögð. En þrátt fyrir allar þessar handtökur var enginn handtekinn vegna skotárása helgarinnar.

Johnson sagði að skotárásirnar hafi ekki verið tilviljanakenndar heldur hafi þær tengst átökum glæpagengja.

Það er þó ljós í myrkrinu að frá áramótum hefur skotárásum í borginni fækkað um 30 prósent miðað við sama tíma á síðasta ári og morðum um 25 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna