Pressan

Brotist inn í íbúð og matvælum dreift um hana – Ofsaakstur ungs ökumanns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 06:46

Síðdegis í gær var tilkynnt að svaladyr á íbúð í Grafarvogi stæðu opnar. Þar var búið að fara inn og róta í öllu og dreifa matvælum og fleiru um íbúðina.

Klukkan 01.22 í nótt var tvítugur ökumaður sviptur ökuréttindum eftir að bifreiðin, sem hann ók, mældist á 148 km/klst á Sæbraut við Langholtsveg en þar er leyfður hámarkshraði 60 km/klst.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti en hann er grunaður um hótanir og þjófnað. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Á svipuðum tíma var ofurölvi maður handtekinn við veitingahús í Hafnarfirði en hann var með almenn leiðindi og sló til gesta. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær datt hjólreiðamaður fram fyrir sig í Heiðmörk og hlaut áverka á öxl og baki.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna