Pressan

Erum við á þröskuldi óafturkræfra náttúruhamfara? Erum aðeins 1 gráðu frá straumhvörfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 06:05

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Hópur alþjóðlegra vísindamanna segir að mannkynið standi nú á þröskuldi óafturkræfra náttúruhamfara þar sem dómínóáhrif geti valdið því að hnattræn hlýnun fari gjörsamlega úr böndunum. Þeir segja að jafnvel þótt okkur takist að halda hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum þá eigum við á hættu að hafa hrundið dómínóáhrifum af stað sem geta valdið miklu meiri hnattrænni hlýnun.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, Trajectories of the Earht System in the Anthropocene, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America (PNAS). Rannsóknin beindist að hvernig bráðnun heimskautaíss, minni varðveislu CO2 í höfunum og bráðnun sífrera tengist og styrkir hvert annað. Fram að þessu hafa rannsóknir beinst að hverju þessara atriða fyrir sig og hvað hrindir þeim af stað.

Will Steffen, prófessor og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að rannsóknin bendi til að hnattræn tveggja gráðu hlýnun af mannavöldum geti leyst önnur ferli úr læðingi sem geti valdið enn frekari hlýnun, jafnvel þótt við hættum að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.

Vísindamennirnir skoðuðu málin út frá þeim sjónarhóli að meðalhitinn á jörðinni væri 4-5 gráðum hærri en nú og yfirborð sjávar væri 10 til 60 metrum hærra af þeim sökum. Þetta myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar og gera stóra hluta jarðinnar óbyggilega. Vísindamennirnir geta ekki sagt nákvæmlega um hvenær þetta gæti gerst. Vísindamennirnir benda á að það hafi verið 4-5 gráðum hlýrra á síðasta stöðuga hlýja tímabili á jörðinni en það bendi til að ákveðið náttúrlegt jafnvægi sé til staðar.

„Stöðug jörð verður líklegast hlýrri en hún hefur nokkru sinni verið á undanförnum 800.000 árum hið minnsta. Það er að segja hlýrri en á nokkrum öðrum tímapunkti í tilveru nútímamannsins.“

Segir í rannsókninni.

Erum aðeins 1 gráðu frá straumhvörfum

Meðalhitinn á jörðinni er nú aðeins einni gráðu frá því að ná þeim punkti að framtíð mannkyns verði ógnað. Að mati vísindamanna erum við aðeins nokkrum áratugum frá því að stjórnlaus hnattræn hlýnun verði staðreynd.

Þröskuldurinn sem hefur verið miðað við er að meðalhitinn verði ekki meiri en tveimur gráðum hærri en var þegar iðnbyltingin hófst. Við erum nú þegar hálfnuð á þeirri leið. Ef við förum alla leið og umfram það verður að sögn vísindamanna óhætt að tala um „Gróðurhúsið jörðina“ þar sem stjórnlaus hnattræn hlýnun ræður för.

Þetta mun ógna heilsu fólks, efnahagslífi, stjórnmálalegum stöðugleika og á endanum möguleikum manna til að búa á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna