fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Oft veltir lítil fluga . . . . – Eyðilagði heimsmetstilraun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 06:19

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pínulítil fluga gerði sér lítið fyrir á föstudaginn og eyðilagði heimsmetstilraun á örskotsstundu. Að öllum líkindum var þó ekki um ásetning að ræða af hálfu flugunnar.

Þetta gerðist í Nidda nærri Frankfurt í Þýskalandi. Þar stóð yfir hinn árlegi Dómínódagur. 22 manna þýskt lið var mætt til keppni meðal annarra. Markmið liðsins var að bæta eigið heimsmet frá 2013 og raða 596.229 litlum dómínókubbum upp og láta detta á endanum.

Þetta var mjög tímafrekt enda kubbarnir mjög litlir, á stærð við fingurnögl. Liðið hafði eytt tveimur vikum í að raða þeim upp þegar litla flugan mætti á svæðið og settist á einn kubbinn og velti honum og þar með voru dómínóáhrifin farin af stað. Liðið hafði þá ekki lokið við uppröðunina.

Ekki var tími til að raða kubbunum upp á nýjan leik og því stendur gamla heimsmetið enn en í því féllu 537.938 kubbar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?