fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran munu koma illa við Írani – Þjóðin mun finna fyrir þeim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 18:00

Eitt at Tvítum Trump um Íran.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag taka nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran gildi. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á íranskt efnahagslíf og þar með á líf landsmanna. Með aðgerðunum verður til dæmis komið í veg fyrir að írönsk stjórnvöld geti keypt dollara og viðskipti með gull og bíla heyra sögunni til. Íranir glíma nú þegar við mikla efnahagsörðugleika og refisaðgerðirnar munu auka á þá. Verð á nauðsynjavörum hefur hækkað gríðarlega undanfarna þrjá mánuði og nú má búast við enn frekari hækkunum.

Á undanförnum fjórum mánuðum hefur gengi gjaldmiðils landsins, rial, hrapað og er nú helmingi lægra en fyrir fjórum mánuðum. Refsiaðgerðirnar munu auka þrýstinginn á gjaldmiðilinn og auka atvinnuleysið í landinu og það mun hafa bein áhrif á almenning en það er einmitt markmið Trump og stjórnar hans. Þar á bæ vonast menn til að almenningur muni þá krefjast umbóta í Íran en þar er klerkastjórnin við völd.

Refsiaðgerðirnar fylgja í kjölfar uppsagnar Trump á kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. Þá samdi stjórn Barack Obama við Íran um að létta refsiaðgerðum gegn landinu gegn því að Íranir myndu hætta ákveðnum hlutum af kjarnorkuáætlun sinni. Trump hefur aldrei leynt óánægju sinni með þennan samning en hann lítur á Íran sem það afl sem raskar jafnvæginu í Miðausturlöndum en Íranir hafa meðal annars sent mörg hundruð hermenn til Sýrlands til að berjast með stjórnarhernum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni