fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Boðar nýjar leiðir til að berjast gegn offitu barna – Vill greiða fermingarbörnum háar fjárhæðir ef þau eru ekki of þung

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 22:00

Mynd úr safni.

Nú á að koma í veg fyrir að dönsk börn verði of þung í framtíðinni, ef nýjar tillögur ná fram að ganga, en eins og víðar í hinum vestræna heimi er ofþyngd töluvert vandamál meðal Dana á öllum aldri. Jørgen Winther, fyrrum þingmaður og nú sveitastjórnarmaður, viðraði nýlega nýja hugmynd um hvernig á að takast á við ofþyngd barna.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Winther að þegar hann var nýlega í Legolandi með barnabörnum sínum hafi það vakið athygli hans og komið honum á óvart hversu margar fjölskyldur í yfirþyngd voru þar. Þetta hafi vakið með honum hugsanir um að eitthvað verði að gera enda fjölgi börnum í ofþyngd sífellt.

Hann telur að núverandi aðgerðir á þessu sviðið hafi ekki skilað árangri. Hann vill því hvetja börn til að huga að heilsunni og þyngd með því að hið opinbera „gefi“ hverju barni á fermingaraldri 22.000 danskar krónur ef þau eru í „eðlilegri þyngd“ þá. Þetta eru talsverðir peningar eða sem svarar til á fjórða hundruð þúsund íslenskra króna.

Winther stingur upp á að tilraun verði gerði í Randers. Þar verði sex og sjö ára börn, sem eru of þung eða eiga of þunga foreldra, flokkuð úr við upphaf skóla. Hjúkrunarfræðingur fylgi þeim eftir og þau verði síðan verðlaunuð þegar þau ná fermingaraldri ef þeim tekst að halda þyngdinni eðlilegri.

En hann setur ákveðinn fyrirvara við verðlaunin, þau eiga ekki að vera í boði fyrir börn sem koma úr efnuðum eða vel stæðum fjölskyldum. Þeim á að beina að fjölskyldum með litla innkomu og litla menntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna