fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Erlendur auðmaður ætlar að greiða allar sektir vegna búrkubannsins í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 13:17

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn var 29 ára kona sektuð fyrir að bera niqab á almannafæri í Danmörku en bann við því að hylja andlit sitt á almannafæri í Danmörku tók gildi í byrjun mánaðarins. Þetta var fyrsta sektin sem var gefin út fyrir brot á lögunum. Konan þarf þó væntanlega ekki sjálf að greiða sektina, sem nemur 1.000 dönskum krónum, því fransk-alsírski auðmaðurinn Rachid Nekkaz hefur heitið að greiða allar sektir vegna brota á lögunum.

Þessu hét hann í mars þegar lögin voru til umræðu á danska þinginu og hann hefur í hyggju að standa við loforð sitt. Berlingske hefur eftir honum að hann muni að sjálfsögðu greiða allar sektirnar og muni koma til Kaupmannahafnar til að greiða þær.

„Ég mun verða í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektirnar og það mun ég síðan gera mánaðarlega. Þrátt fyrir að ég sé sjálfur á móti niqab mun ég alltaf verja rétt fólk til frelsis um allan heim. Frelsið til að klæðast niqab sem og frelsið til að klæðast ekki niqab.“

Árum saman hefur þessi 46 ára kaupsýslumaður greitt sektir sem þessar fyrir konur í Belgíu, Sviss, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum. Nú þegar hefur hann greitt sem nemur tugum milljóna í þessar sektir. Í mars sagðist hann hafa greitt 1.538 slíkar sektir.

„Það eru engin mörk á hversu margar sektir ég mun greiða. Það eru engin takmörk á frelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu