fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Erlendur auðmaður ætlar að greiða allar sektir vegna búrkubannsins í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 13:17

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Á laugardaginn var 29 ára kona sektuð fyrir að bera niqab á almannafæri í Danmörku en bann við því að hylja andlit sitt á almannafæri í Danmörku tók gildi í byrjun mánaðarins. Þetta var fyrsta sektin sem var gefin út fyrir brot á lögunum. Konan þarf þó væntanlega ekki sjálf að greiða sektina, sem nemur 1.000 dönskum krónum, því fransk-alsírski auðmaðurinn Rachid Nekkaz hefur heitið að greiða allar sektir vegna brota á lögunum.

Þessu hét hann í mars þegar lögin voru til umræðu á danska þinginu og hann hefur í hyggju að standa við loforð sitt. Berlingske hefur eftir honum að hann muni að sjálfsögðu greiða allar sektirnar og muni koma til Kaupmannahafnar til að greiða þær.

„Ég mun verða í Kaupmannahöfn 11. september til að greiða allar sektirnar og það mun ég síðan gera mánaðarlega. Þrátt fyrir að ég sé sjálfur á móti niqab mun ég alltaf verja rétt fólk til frelsis um allan heim. Frelsið til að klæðast niqab sem og frelsið til að klæðast ekki niqab.“

Árum saman hefur þessi 46 ára kaupsýslumaður greitt sektir sem þessar fyrir konur í Belgíu, Sviss, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum. Nú þegar hefur hann greitt sem nemur tugum milljóna í þessar sektir. Í mars sagðist hann hafa greitt 1.538 slíkar sektir.

„Það eru engin mörk á hversu margar sektir ég mun greiða. Það eru engin takmörk á frelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna