fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Kafbátsmorðinginn Peter Madsen sendir skilaboð á laun úr fangelsinu – Hefur þú áhuga?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 09:26

Kim Wall og Peter Madsen.

Peter Madsen, sem afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm, fyrir að hafa myrt sænsku fréttakonuna Kim Wall virðist leiðast í fangelsinu. Hann hefur sent skilaboð á laun þaðan en hann situr nú í Storstrøms fangelsinu á Falstri í Danmörku.

Á Facebooksíðu, sem að sögn BT er síða hans, hvetur hann fólk til að senda sér bréf í fangelsið. Þetta er ritað á ensku og var birt seint í gærkvöldi á síðunni. Hann skrifar að þeir sem vilja skrifast á við hann séu velkomnir til að senda honum bréf.

„Ég get hvorki sent tölvupóst né upplýsingar um Googleaðgang. Ég svara öllum sem skrifa mér.“

Segir Madsen í færslunni sem virðist vera skrifuð af millilið sem gengur undir heitinu Zagadka.

Á föstudaginn verður eitt ár liðið síðan Madsen myrti Wall um borð í kafbáti sínum UC3 Nautilus í Eyrarsundi. Hann drap hana og misþyrmdi kynferðislega áður en hann hlutaði líkið í sundur og henti því í sjóinn. En þrátt fyrir að hann hafi sett lóð á líkamshlutana til að sökkva þeim þá tókst lögreglunni með aðstoð sérþjálfaðra sænskra líkhunda að finna líkamshlutana.

Í apríl var Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsið fyrir hryllingsverkið. Hann áfrýjaði þeim hluta dómsins sem snýr að refsiþyngdinni. Með því var einangrun hans aflétt í fangelsinu en dómurinn hafði ákveðið að hann skyldi sæta einangrun þar til málið hefði verið tekið fyrir hjá Landsrétti. Hann má því senda bréf og fá bréf og fá heimsóknir án þess að fangaverðir séu viðstaddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna