Pressan

Of mikill svefn getur stytt lífið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 20:30

Það að eyða of miklum tíma í svefn getur haft heilsufarslega áhættu í för með sér og stytt líf fólks. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Keele háskólann í Bretlandi.

Vísindamennirnir rannsökuðu gögn úr 74 rannsóknum sem rúmlega þrjár milljónir karla og kvenna tóku þátt í. Niðurstaða þeirra er að þeir sem sofa meira en 10 klukkustundir á sólarhring séu 30 prósent líklegri til að deyja ótímabærum dauða en þeir sem sofa í 8 klukkustundir.

Vísindamennirnir fundu samhengi á milli lengdar svefns og hættunnar á að fá hjartaáfall. Þeir sem lágu í rúminu í meira en 10 klukkustundir voru 56 prósent líklegri til að fá hjartaáfall og hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma jókst um 49 prósent. Léleg svefngæði auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum um 44 prósent.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Chun Shing Kwok, sem stýrði rannsókninni, að óeðlilegur svefn sé vísbending um aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Af þessum sökum eigi að íhuga frekari rannsóknir á lengd svefns og gæðum hans þegar fólk leitar til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna