Pressan

Rúmlega 600 skotnir til bana á ári – 600 lögreglumönnum bætt við

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Frá 2001 til 2016 voru fleiri Bandaríkjamenn skotnir til bana í Chicago en í Afganistan og Írak til samans. Ofbeldið er hræðilegt í þessari fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og yfirvöld virðist ekki geta ráðið við það. Um síðustu helgi voru 66 skotnir í borginni og þar af létust 12. Yngstu fórnarlömbin voru 11 og 13 ára börn. Verst var ástandið á sunnudaginn þegar 44 voru skotnir á aðeins 13 klukkustundum. Nú ætla yfirvöld að bæta 600 lögreglumönnum við í þeim hverfum sem ástandið hefur verið verst.

Borgin hefur fengið hið vafasama heiti „Chiraq“ hjá mörgum en nafnið vísar til hins stríðshrjáða Íraks. Þetta viðurnefni er ekki úr lausu lofti gripið þegar tölurnar eru skoðaðar. CNN segir að 2016 hafi 762 verið skotnir til bana í borginni en 4.331 var skotinn í heildina. Á síðasta ári voru 650 skotnir til bana. Þrátt fyrir að morðunum hafi fækkað þá voru fleiri skotnir til bana í Chicago á síðasta ári en í New York og Los Angeles samanlagt.

Yfirvöld segja að lögreglan hafi lagt hald á rúmlega 5.000 skotvopn það sem af er ári en sérfræðingar telja að lögreglan haldleggi aðeins brot af þeim fjölda skotvopna sem eru í umferð.

Nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að setja 400 lögreglumenn til viðbótar á vakt í þeim hverfum í vestur- og suðurhluta borgarinnar þar sem ástandið er einna verst. Auk þess verða 200 lögreglumenn til viðbótar á vakt um næstu helgi til að styrkja hefðbundna vakt lögreglunnar. Til að þetta sé hægt verða vaktir lögreglumanna lengdar og frí annarra afturkölluð.

Sumir stjórnmálamenn segja að ástandið í Chicago sé vegna svika við suma hópa fólks í borginni. Fólk eigi ekki nægan mat, það fái ekki þá menntun sem það hefur þörf fyrir og viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólkið hafi misst vonina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna