Pressan

Sádi-Arabar ósáttir við gagnrýni á mannréttindamál í landinu – Kalla þúsundir námsmanna heim frá Kanada

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 04:37

Konur í Sádi-Arabíu njóta ekki mikilla réttinda.

Sádi-Arabar hafa tekið gagnrýni Kanadamanna á mannréttindamál í landinu illa upp. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu telja að Kanada hafa blandað sér í „innanríkismál“ þegar sendiherra Kanada í landinu lýsti yfir stuðningi við baráttufólk fyrir mannréttindum sem var nýlega handtekið í Sádi-Arabíu og hvatti til þess að það yrði látið laust.

Sádi-Arabar brugðust við þessum ummælum með því að reka sendiherrann úr landi og með því að kalla eigin sendiherra heim frá Kanada. Flugfélagið Saudia hættir einnig flugi til og frá Toronto í Kanada. Einnig verða mörg þúsund námsmenn kallaðir heim frá Kanada en þar dvelja þeir við nám á kostnað sádi-arabíska ríkisins. En Sádi-Arabar láta ekki þar við sitja því þeir hafa einnig tilkynnt að ekki verði gerðir frekari viðskiptasamningar við Kanada en óljóst er hvaða áhrif þetta hefur á núverandi samninga.

Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada, segir að Kanada muni ávallt berjast fyrir mannréttindum í Kanada sem og um heim allan og mannréttindum kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna