fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Saka andstæðinga ESB um hræsni í umræðunni um Brexit – Vilja Brexit en koma sér vel fyrir í ESB

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 19:00

Margir þekktir og áhrifamiklir Bretar eru harðir andstæðingar ESB og styðja Brexit en á sama tíma njóta þeir ávinnings af aðildinni að sambandinu. Þeir eru nú sakaðir um hræsni því á sama tíma og þeir segjast styðja Brexit sem muni gera Bretland að betra og efnaðra landi þá sýni aðgerðir þeirra í eigin fjármálum að þeir hafi litla trú á að Brexit muni heppnast vel.

Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, tók málið nýlega upp á þingi og benti á að það væri mjög áhugavert að stuðningsmenn Brexit, sem hafa gert Brexit að helsta baráttumáli sínu í lífinu, hafi um leið miklar áhyggjur af eigin fjármálum. Sem dæmi nefndi hann Jacob Rees-Mogg, þingmann íhaldsmanna. Mogg er harður stuðningsmaður Brexit og leiðtogi þeirra þingmanna íhaldsflokksins sem styðja Brexit. Hann er af efnuðu fólki kominn og auðgaðist sjálfur vel áður en hann sneri sér að stjórnmálum.

Fjárfestingarfélagið Somerset Capital Management, sem hann á hlut í, hefur nú stofnað fjárfestingarsjóð í Dublin á Írlandi en Írland verður áfram í ESB eftir Brexit. Í tengslum við skráningu sjóðsins hjá írskum yfirvöldum kom fram að hann telur að mikil áhætta fylgi Brexit.

Lord Nigel Lawson er einnig í skotlínunni en hann er af efnafólki kominn. Hann var fjármálaráðherra í stjórn Margaret Thatcher frá 1983 til 1989. Hann var formaður Vote Leave í aðdraganda Brexit kosninganna en samtökin börðust fyrir útgöngu úr ESB. Hann hefur nýtt sér rétt sinn sem borgari í ESB til að búa í öðru ríki, í þessu tilviki Frakklandi, og nú hefur komið fram að hann hefur sótt um dvalarleyfi í Frakklandi svo hann geti búið þar áfram eftir Brexit.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þessir tveir og aðrir stjórnmálamenn sem hafa verið nefndir til sögunnar í þessu samhengi hafi gert neitt ólöglegt en hins vegar bendir fólk á siðleysi þeirra og tvískinnung í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna