fbpx
Pressan

Segist hafa stundað kynlíf með rúmlega 1.000 karlmönnum – Hvetur til umræðu um tvískinnunginn í umræðu um fjölda rekkjunauta karla og kvenna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 07:11

Eins og DV hefur fjallað um að undanförnu steig danska stjórnmálakonan Anahita Malakians fram og skýrði frá því að hún hefði stundað kynlíf með rúmlega 100 karlmönnum. Þetta gerði hún til að vekja athygli á þeim tvískinnungi sem er ríkjandi varðandi viðhorf fólks til kynjanna þegar kemur að fjölda rekkjunauta. Á meðan karlar eru hylltir fyrir að stunda kynlíf með mörgum konum er litið niður á konur sem stunda kynlíf með mörgum körlum.

Nú hefur Sussi La Cour, betur þekkt sem Katja K í Danmörku, blandað sér í umræðuna. Hún er fyrrum klámmyndaleikkona og leikkona í öllu hefðbundnari hlutverkum. Í grein í BT skýrir hún hispurslaust frá eigin reynslu á kynlífssviðinu og fer ekki leynt með að hún hefur prufað eitt og annað, bæði í tengslum við starf sitt í klámmyndaiðnaðinum en einnig í einkalífinu.

„Þegar ég var gift fyrrum eiginmanni mínum á tíunda áratugnum vorum við oft með villt kynlífspartý heima hjá okkur um helgar. Strákarnir stóðu í röð til að ríða mér að minni ósk.“

Segir hún í greininni og segir síðan að hún hafi stundað kynlíf með rúmlega 1.000 karlmönnum.

„Ég gæti haldið svona áfram að segja djarfar sögu og í raun veit ég ekki hversu mörgum körlum ég hef sofið hjá. En ef ég fer varlega í útreikningana þá eru það líklega yfir 1.000. Talan skiptir ekki máli en ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum með minni frjálslegu hugsun í þessa mikilvægu umræðu.“

Sussi La Cour betur þekkt sem Katja Kean. Mynd:Wikimedia Commons

Í samtali við Ekstra Bladet sagði Sussi La Cour að hún hafi ákveðið að skrifa þessa greint til að hjálpa öðrum konum og veita þeim innblástur. Markmiðið sé að vekja athygli á ungar danskar konur og stúlkur séu niðurlægðar ef þær hafa stundað kynlíf með mörgum. Það sé ekki í lagi að konum sé mismunað vegna kynferðis. Hún sagðist telja mikilvægt að fólk deili lífsreynslu sinni opinberlega til að hægt sé að kveða þessa mismunun niður.

„Flestir stunda kynlíf og kannast við margt af eigin reynslu. Ég skammast mín ekki fyrir neitt og deili gjarnan kynlífssögum með öðrum. Kynlíf er dásamlegt og ekki glæpsamlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein