Pressan

Stjörnufræðingar hafa fundið risaplánetu – Veldur töluverðum heilabrotum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 17:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Stjörnufræðingar hafa fundið nýja plánetu sem er um 12 sinnum stærri en Júpiter. Einhverskonar hjúpur er um plánetuna og minnir hann á norðurljósin hér á jörðinni. Plánetan er ekki á braut um neina sól og svífur alein um geiminn í um 20 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að stærð plánetunnar og gríðarlega öflugt segulsvið hennar hafi komið vísindamönnum mjög á óvart og sé áskorun hvað varðar þekkingu á þessu sviði. Plánetan er á mörkum þess að vera pláneta og brúnn dvergur og veitir vísindamönnum væntanlega tækifæri til að öðlast betri skilning á segulsviði og ýmsu er því tengist á stjörnum og plánetum.

Það er erfitt að skilgreina brúna dverga en þeir eru of stórir til að vera plánetur og of litlir til að vera stjörnur.

Nýja plánetan fannst 2016 með VLA-sjónaukanum í Nýju-Mexíkó. Þá voru vísindamenn einhuga um að hér væri um brúnan dverg að ræða en nú hafa þeir sem sagt skipt um skoðun. Samt sem áður er mörgum spurningum ósvarað um plánetuna.

Einhverskonar hjúpur, álíka norðurljósunum, er um plánetuna en ekki er vitað hvað veldur þessu. Rannsóknir sýna að segulsvið plánetunnar er um 200 sinnum öflugra en segulsvið Júpiters. Ekki er talið útilokað að það geti skýrt fyrrgreindan hjúp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna