fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Þessar óþægilegu staðreyndir viljum við eiginlega ekki vita en samt sem áður . . . .

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 06:31

Er kominn tími til að skipta um starf?

Það er ýmislegt sem er eiginlega gott að vita ekki en síðan er ákveðin þversögn í þessu því það getur verið gott að vita þetta. Eitt af þessu sem er gott að vita ekki af en er samt svo gott að vita snýr að vinnuaðstöðu fólks, til dæmis skrifstofufólks. Á venjulegu skrifborði á skrifstofu eru að sögn 400 sinnum fleiri sýklar en á klósettsetu. Þetta er auðvitað eitthvað sem maður getur alveg lifað ágætu lífi án þess að vita en samt . . . .

Vísindamenn við Arizona háskólann hafa komist að því að fólk er algengasta uppspretta baktería og sýkla og karlar slá konunum algjörlega út í þessum efnum. Bakteríufjöldi við skrifborð, síma, tölvur, lyklaborð, skúffur og persónulega hluti er sagður vera þrisvar til fjórum sinnum meiri hjá körlum en konum. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að skýra þetta nánar og meðal þess sem hefur verið sett fram er að karlar séu oftar með stærri skrifborð og því sé meira borðrými til að koma hlutum fyrir á og því eigi bakteríur auðveldara með að fjölga sér enda nægt pláss. Önnur skýring er að karlar séu einfaldlega ekki eins snyrtilegir og konur.

Flestar bakteríur á mörgum vinnustöðum koma frá fólki enda engin furða. Lyklaborð og mýs eru stór hluti af skrifstofuvinnunni hjá mörgum. Eitt slag á lyklaborðið skilur eftir bakteríur og tekur aðrar upp.

Ekki má gleyma farsímum en rannsókn vísindamanna við Arizona háskóla sýndi að á farsímum eru að jafnaði 10 sinnum fleiri bakteríur en á klósettsetum. Það er kannski ekki þægileg tilhugsun þegar við höfum í huga að við berum símann upp að eyrum og munni nær daglega.

Í umfjöllun Independent kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að allt að 90 prósent af kaffibollum í kaffistofum vinnustaða séu þaktir bakteríum og sýklum og að 20 prósent þeirra séu með saursýkla. Það er því kannski ekki úr vegi að vera bara með sinn eigin kaffibolla á skrifstofunni og sjá sjálf(ur) um þrif á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna