Pressan

Lík ljósmóður fannst í grunnri gröf – Búið að líma yfir augu hennar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 20:30

Samantha Eastwood.

Á laugardaginn fannst lík 28 ára ljósmóður, Samantha Eastwood, í grunnri gröf nærri Caverswall í Staffordskíri á Englandi. Líkið var vafið inn í sæng og límt hafði verið yfir augu hennar og andlit. Þá hafði leit að henni staðið yfir í 8 daga.

Michael Stirling, 32 ára, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt Eastwood. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er mágur fyrrum unnusta Eastwood. Stirling er sakaður um að hafa myrt Eastwood einhvern tímann á tímabilinu 26. júlí til 5. ágúst í Baddeley Green í Stoke.

Þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir hjá dómi sagði saksóknari að rannsókn málsins væri flókin. Fram kom að bráðabirgðaniðurstaða krufningar sýndi að engir áverkar voru sjáanlegir á líkinu eftir skot, hnífsstungu eða önnur álíka vopn. Fram kom að frekari rannsóknir þurfi að gera á beinum í hálsi Eastwood.

Meðal þeirra gagna sem lögreglan hefur aflað eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum, um símanotkun og um ferðir ökutækja.

Sky segir að verjandi Stirling hafi ekki farið fram á að hann yrði látinn laus gegn tryggingu.

Tveir menn til viðbótar, 28 og 60 ára, voru einnig handteknir vegna málsins en hafa verið látnir lausir gegn tryggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna