fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Miklir hitar í sumar hafa orðið 250 Dönum að bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 07:23

Miklir hitar í Danmörku síðan í byrjun maí hafa valdið ótímabærum dauða um 250 landsmanna. Það er sérstaklega fólk eldra en 65 ára sem hefur farið svona illa út úr hitanum. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar Statens Serum Institut, stofnun sem má líkja við íslenska Landlæknisembættið.

Samkvæmt greiningunni hafa um 250 fleiri látist í sumar en reikna má með að látist að sumarlagi. Lasse Vestergaard, læknir hjá Statens Serum Institut, segir að hinir miklu hitar í Norður-Evrópu á undanförnum vikum hafi haft marktæk áhrif á heilsufar fólks og þá sérstaklega eldra fólks, kornabarna og þeirra sem eru veikir fyrir.

Af þessum sökum hvetur stofnunin fólk til að gæta þess að drekka nóg, innbyrða meira salt en að jafnaði og dvelja í skugga þegar sólin er sem sterkust.

Samkvæmt því sem fram kemur á vef stofnunarinnar þá er staðan álíka í Svíþjóð og Noregi en þar hafa einnig verið miklir hitar í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna