Pressan

Öflugt þrumuveður yfir Svíþjóð – Fimm eldsvoðar á sjö mínútum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 03:38

Öflugt þrumuveður gekk yfir hluta Svíþjóðar í gærkvöldi. Í Dalarna kviknuðu fimm eldar af völdum eldinga á aðeins sjö mínútum. Allt voru þetta gróðureldar en einnig kviknaði í raðhúsi í miðbæ Falun eftir að eldingu sló niður í það. Talsmaður lögreglunnar sagðist ekki muna eftir svona mörgum eldsvoðum á jafn skömmum tíma.

Expressen segir að þrumuveðrið hafi komið úr suðvestri upp yfir Svíþjóð og því hafi fylgt öflugar eldingar í Dalarna. Á milli klukkan 19.32 og 19.39 kviknuðu fimm gróðureldar þar af völdum eldinga. Þá kviknaði í raðhúsi í Falun rétt fyrir klukkan 19 eftir að eldingu sló niður í það.

Á laugardaginn lést kona í Kvicksund eftir að hún varð fyrir eldingu og önnur kona slasaðist alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna