fbpx
Pressan

Par stundaði kynlíf um hábjartan dag í almenningsgarði – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 05:42

Á sunnudaginn var par staðið að kynlífsiðkun í almenningsgarði. Parið var ekki að fara neitt í felur með það sem það var að gera og stundaði kynlíf á opnu svæði í garðinum en börn voru þarna nærri. Ekki voru allir sjónarvottar sáttir við parið og foreldri eins barnsins lagði til atlögu við parið og skipaði því að hætta og lamdi manninn.

Þetta gerðist í Roundhay Park í Leeds á Englandi eftir því sem fram kemur í breskum fjölmiðlum. Fjöldi fólks hringdi í lögregluna en það tók hana 46 mínútur að bregðast við og mæta á staðinn.

Margir sjónarvottar tóku myndir og myndbönd af parinu og sumt af þessu myndefni hefur birst á netinu.  Á einni upptökunni má heyra konu ræða við lögregluna og kvarta undan hversu seint hún brygðist við málinu. Konan heyrist segja að parið sé á fullu innan um börn sem séu að spila krikket.

„Nú eru þau byrjuð aftur, þetta er í fimmta sinn.“

Þegar lögreglan mætti loks á vettvang var parið farið en lögreglan hafði upp á því í bíl í nágrenninu. Konan var handtekinn en hún er grunuð um ölvun við akstur. Rannsókn stendur yfir á hinni meintu kynlífsiðkun í almenningsgarðinum.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku úr almenningsgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein