fbpx
Pressan

Í sund með bremsuför að aftan og hlandbletti að framan – „Roluskapur og ákvarðanafælni stjórnenda ÍTR“ – „Dagsskipun að ofan“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 09:30

Vesturbæjarlaugin.

Flestir Íslendingar hafa eflaust farið í sundlaug einhvern tímann á lífsleiðinni og þekkja vel reglurnar um að það eigi að þvo sér, alsnakinn að sjálfsögðu, með sápu áður en farið er út í laugina. Þá tilheyrir að flestra mati að vera í viðeigandi sundfatnaði. En svo virðist sem sumir telji sig ekki þurfa að fara eftir þessum reglum og óþrifnaður sundlaugargesta er sagður vera töluverður.

Í grein eftir Sigurð Sigurðarson, sem Morgunblaðið birti nýlega, sagði hann að ekki væri lengur sjálfgefið að geta farið í sund með hreinum gestum. Í grein eftir Jón Ármann Steinsson, sem Morgunblaðið birtir í dag, er tekið undir þetta. Jón segir að stjórnendur ÍTR, sem sér um rekstur sundlauga Reykjavíkurborgar, séu ekki framtakssamir og hvað þá taki þeir ábyrgð á því sem miður fer.

„Enda er íslenskur embættismannakúltúr þekktur fyrir að verðlauna þá sem engar ákvarðanir taka með stöðuhækkunum. Roluskapur og ákvarðanafælni stjórnenda ÍTR er vandamálið sem baðmenning Íslendinga stendur frammi fyrir í dag. Óþrifnaður sundgesta, íslenskra jafnt sem erlendra, er afleiðingin.“

Segir Jón og bætir við að útlendingar hafi innleitt nýja baðtísku í sundlaugunum með því að fara ofan í í nærbuxum af öllum gerðum og stærðum. Þetta sé ÍTR að þakka.

„Ég hef margoft séð þessi nýju sundföt sum hver með lóðréttum brúnum sportröndum bakatil og gul í frontinn.“

Segir hann og er þarna væntanlega að tala um „bremsuför“ að aftan og „hlandbletti“ að framan.

Hann segist hafa bent starfsfólki á bremsuförin og hlandblettina en hafi fengið misjöfn viðbrögð, þar á meðal að ÍTR hafi ekki gefið út neina staðla um hvað teljist vera sundföt og hvað ekki. Ef ágreiningur komi upp um hvort um sundföt eða nærfatnað sé að ræða eigi sundlaugargesturinn að njóta vafans.

„Hvernig má samviskusamt starfsfólk sundlauganna að bregðast við í tilfellum sem þessum? Hvað má þegar kvenfólk fer í laugina með túrbindið gúlpandi undir sundbuxunum, jafnvel leiðandi eiginmanninn á skítugum nærbrókunum? Er þorandi að stöðva slíkt þegar bæði stuðning yfirmanna og sjálfan sundfatastaðalinn vantar? Er ekki affarasælast að leyfa þeim bara að vaða ofan laugina ósturtuðum og á skítugum nærbrókunum? Þá gætirðu risið til metorða innan embættismannakerfisins en gerir þú læti þá er eins víst að þú missir starfið fyrir skort á þjónustulund.“

Segir Jón og bætir við að það virðist sem Dagur og kó, þar á hann væntanlega við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar, hafi ekki bara hækkað aðgangseyrinn í laugarnar heldur hafi hreinlætisstuðullinn verið lækkaður niður í núll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein