fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Þjálfuðu börn til skotárása í skólum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 04:16

Úr þjálfunarbúðunum. Mynd:Taos County Sheriff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni handtók lögreglan tvo karlmenn og þrjár konur á landareign í Nýju-Mexíkó. Þar voru 11 börn á aldrinum 1 til 15 ára og voru þau illa á sig kominn af næringarskorti. Einnig voru þau illa til fara. Barnslík fannst á landareigninni. Karlmennirnir eru grunaðir um að hafa þjálfað börnin til að gera skotárásir í skólum.

Samkvæmt dómsskjölum, sem hafa verið lögð fram, þá þjálfaði annar mannanna, Siraj Ibn Wahhaj, börnin til að gera skotárásir í skólum. Hann og hinir fullorðnu eiga yfir höfði sér ákæru fyrir illa meðferð á börnum en ekki er útilokað að ákært verði fyrir fleiri atriði en þessi.

Lögreglan fann fjölda árásarriffla á landareigninni og þar er skotæfingasvæði. Börnin, sem voru klædd tötrum, höfðu ekkert annað til matar en nokkra kassa af hrísgrjónum og kartöflum.

Konurnar þrjár eru taldar vera mæður barnanna.

Ekki hafa verið borin kennsl á líkið sem fannst en talið er hugsanlegt að það sé af Abdul-Ghani Wahhaj, fjögurra ára, sem hvarf í Jonesboro í Georgíu í desember á síðasta ári. Móðir hans tilkynnti hvarf hans eftir að Ibn Wahhaj hafði sagt henni að hann ætlaði að fremja særingar á drengnum og fór í framhaldi með hann í almenningsgarð. Eftir það spurðist ekkert til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu