fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Víðar nærbuxur – Betra sæði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur karlmönnum, sem vilja eignast börn, verið ráðlagt að hætta að ganga í þröngum nærbuxum og nota víðari í staðinn. Þetta var gert út frá þeirri hugmynd að hitinn sem myndast vegna þröngra nærbuxna skaði sæðisfrumurnar.

Nú er hægt að veita þetta ráð og vísa í niðurstöður vísindarannsóknar. Samkvæmt frétt BBC hafa vísindamenn við Harvard TH Chan School of Public Health rannsakað málið. Þeir rannsökuðu 656 karlmenn og komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem notuðu víðar nærbuxur, boxerbuxur, voru með 17 prósent fleiri sæðisfrumur og 33 prósent fleiri syndandi sæðisfrumur en þeir sem voru í þröngum nærbuxum.

Þátttakendurnir voru allir sjúklingar frjósemisstofu en fjöldi sæðisfrumna þeirra var innan eðlilegra marka. Í rannsókninni var tekið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif á sæðið, þar á meðal aldur, þyngd, reykingar og heit böð.

Vísindamennirnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að karlar, sem notuðu víðar nærbuxur, voru með minna af ákveðnu hormóni í heilanum en þetta hormón segir eistunum að framleiða meira sæði. Talið er að þetta hormón sé aðferð líkamans til að bregðast við hitanum við eistun.

Á undanförnum 25 árum hafa gæði sæðis karla á vesturlöndum minnkað um 50-60 prósent. Vísindamenn segja að umhverfisáhrif séu hugsanlega ein orsök þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“