fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Víðar nærbuxur – Betra sæði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:30

Árum saman hefur karlmönnum, sem vilja eignast börn, verið ráðlagt að hætta að ganga í þröngum nærbuxum og nota víðari í staðinn. Þetta var gert út frá þeirri hugmynd að hitinn sem myndast vegna þröngra nærbuxna skaði sæðisfrumurnar.

Nú er hægt að veita þetta ráð og vísa í niðurstöður vísindarannsóknar. Samkvæmt frétt BBC hafa vísindamenn við Harvard TH Chan School of Public Health rannsakað málið. Þeir rannsökuðu 656 karlmenn og komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem notuðu víðar nærbuxur, boxerbuxur, voru með 17 prósent fleiri sæðisfrumur og 33 prósent fleiri syndandi sæðisfrumur en þeir sem voru í þröngum nærbuxum.

Þátttakendurnir voru allir sjúklingar frjósemisstofu en fjöldi sæðisfrumna þeirra var innan eðlilegra marka. Í rannsókninni var tekið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif á sæðið, þar á meðal aldur, þyngd, reykingar og heit böð.

Vísindamennirnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að karlar, sem notuðu víðar nærbuxur, voru með minna af ákveðnu hormóni í heilanum en þetta hormón segir eistunum að framleiða meira sæði. Talið er að þetta hormón sé aðferð líkamans til að bregðast við hitanum við eistun.

Á undanförnum 25 árum hafa gæði sæðis karla á vesturlöndum minnkað um 50-60 prósent. Vísindamenn segja að umhverfisáhrif séu hugsanlega ein orsök þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna