fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Deilur Donalds Trump og Koch-bræðra eru átök um stefnu Repúblikanaflokksins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 21:00

Konungurinn Trump á forsíðu Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega 100 dagar í að kosið verði til þings í Bandaríkjunum. Repúblikanar leggja allt í sölurnar til að verja meirihluta sinn í báðum deildum þingsins og að sama skapi leggja demókratar allt í sölurnar til að komast í meirihluta. Þetta er því ekki heppilegur tími fyrir innanflokksátök hjá repúblikönum en nú deila hinir valdamiklu Koch-bræður við Donald Trump um stefnu hans. Deilurnar eru átök um stefnu flokksins og hversu langt til hægri hann á að vera.

Bræðurnir eiga stærsta einkafyrirtæki Bandaríkjanna og eru milljarðamæringar. Þeir hafa styrkt Repúblikanaflokkinn rausnarlega í gegnum tíðina og reikna með að eyða um 400 milljónum dollara í kosningarnar í haust. Þeir eru í forsvari fyrir samtök fjárhagslegra stuðningsmanna flokksins en þau heita Americans for Prosperity. Þeir hafa árum saman reynt að ýta flokknum lengra til hægri og hafa stutt dyggilega við Teboðshreyfinguna svokölluðu og þá sem hafna kenningum um að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Þeir eru á móti öllum tegundum ríkisstyrkja, óháð hvort þeir geti ýtt undir hagvöxt, og hafa fjármagnað hugveitur sem styðja málstað þeirra.

Þeir styðja einnig ötullega við frjálsa verslun á heimsvísu en það er einmitt ástæðan fyrir árekstrunum við Trump. Bræðurnir eru algjörlega mótfallnir refsitollum hans og tollastríðum en Trump telur að tollarnir muni gagnast bandarísku efnahagslífi. Bræðurnir hafa því hrundið af stað herferð fyrir frjálsri verslun og hafa viðrað hugmyndir um að þeir muni styðja frambjóðendur demókrata. Þetta hefur að vonum farið illa í Trump. Hann hefur að vanda farið mikinn á Twitter og kallað bræðurna „alþjóðasinna“ en það er mikið níðyrði í huga forsetans. Hann hefur einnig sagt að bræðurnir „séu algjör brandari í hópi réttra repúblikana“ og hefur sagt þá vera hræsnara sem fagni skattalækkunum hans í Bandaríkjunum en vilji vernda fyrirtæki sín utan Bandaríkjanna.

Bræðurnir hafa aldrei verið miklir aðdáendur Trumps og studdu hann ekki í kosningunum 2016. En deilur þeirra nú, skömmu fyrir kosningar, sýna hversu grunnt er á því góða í Repúblikanaflokknum og einnig deilur vegna popúlistastefnu Trumps og gamallar hugmyndafræði repúblikana um frjálsa verslun.

Þessar deilur koma sér illa fyrir þingmenn flokksins sem eru nú að berjast fyrir sætum sínum en margir þeirra treysta á fjárframlög frá bræðrunum til að geta rekið kosningabaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“