Pressan

Hún vissi ekki að henni hafði verið nauðgað fyrr en lögreglan hafði samband við hana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 06:19

Þann 11. júní síðastliðinn handtók lögreglan í Osló 37 ára karlmann. Hann er grunaður um nauðgun og líkamsárás. Rannsókn málsins hafði þá staðið yfir í fimm mánuði og var mjög leynileg. Fórnarlamb mannsins vissi ekki að henni hafði verið nauðgað fyrr en lögreglan hafði samband við hana.

Maður er einnig grunaður um að hafa ráðist á fjórar aðrar konur og tekið þær hálstaki þannig að það leið yfir þær. Það var við rannsóknir þeirra mála sem lögreglan komst á snoðir um nauðgunina. Tölva mannsins var haldlögð og við rannsókn á innihaldi hennar fann lögreglan myndband sem sýndi hann nauðga konunni sem var þá sofandi eða meðvitundarlítil eða meðvitundarlaus.

VG segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi maðurinn viðurkennt að hafa nauðgað konunni en nauðgunin átti sér stað 2013 eða 2014. Lögmaður konunnar segir að hún telji að gróflega hafi verið brotið á sér og að maðurinn hafi misnotað traust hennar. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Maðurinn situr nú í einangrun í gæsluvarðhaldi en rannsókn málsins stendur enn yfir enda er málið umfangsmikið og maðurinn grunaður um mörg alvarleg brot.

Maðurinn hefur hlotið marga refsidóma. 2013 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga sofandi konu. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir ofbeldi gegn konum og einnig eftir að dómurinn var kveðinn upp 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna
Í gær

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá

Mest hefur veiðst í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum

Þremur bílum stolið frá hjónum á tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð