Pressan

Segir suma femínista styðja kúgandi karlaveldi – Samþykkja kúgunarhugmyndir karldurga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 06:49

Kolbrún Bergþórsdóttir

„Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum.“

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir meðal annars í pistli í Fréttablaðinu í dag en í honum fjallar hún um búrkur, bönn við að klæðast þeim og femínista. Kolbrún segir að allir eigi rétt á að sjá andlit þess sem þeir mæta og standa andspænis enda sjáist ekki hver er á ferð þegar andlitið er hulið. Hún tekur fram að sjálfsagt sé þó að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða álíka samkomum.

Hún segir dapurlegt að til séu menningarheimar þar sem konur eru skyldaðar til að hylja andlit og líkama þannig að einungis sjáist í augu þeirra. Með þessu sé verið að gera þær andlitslausar og einangra þær. Skiptir þar engu hvort reglurnar eru settar fram í krafti trúarbragða eða hefða.

„Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum.“

Segir Kolbrún í pistli sínum og bætir við að karldurgarnir hafi náð miklum árangri.

„Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra.“

Segir hún um stuðning sumra femínista við kúgandi karlaveldið og lýkur pistli sínum með því að segja að of mikið sé af boðum og bönnum í heiminum en búrkubann sé þó ekki af hinu illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Unglingur skotinn í Uppsölum

Unglingur skotinn í Uppsölum
Pressan
Í gær

Marsbíll NASA er týndur

Marsbíll NASA er týndur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna