fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Pressan

Segja kennarann vera skrímsli – Krefja skólann um háar bætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 07:49

Brittany Zamora.

Foreldrar 13 ára pilts krefja yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum um 2,5 milljónir dollara í bætur fyrir meint kynferðisbrot 27 ára kennara gagnvart piltinum. Kennarinn, hin 27 ára Brittany Zamora, er ákærð fyrir að hafa nauðgað piltinum þrisvar sinnum á einni viku í febrúar. Hún er einnig ákærð fyrir að hafa sent honum kynferðisleg smáskilaboð og nektarmyndir af sér.

Hún var handtekin í mars eftir að upp komst að hún ætti í ástarsambandi við piltinn. Í samtali við Arizona Republic sögðu foreldrar piltsins að Zamora væri skrímsli. Pilturinn og Zamora sendu hvort öðru oft smáskilaboð. Í einum skilaboðanna frá piltinum sagðist hann vilja stunda kynlíf með henni aftur.

„Ég veit það elskan! Ég þrái þig stöðugt.“

Svaraði Zamora samkvæmt ákærunni.

Foreldrar piltsins byggja fjárkröfu sína á að skólinn hefði átt að komast að sambandi Zamora og piltsins miklu fyrr.

„Það eru raunveruleg skrímsli í þessum heimi. Við foreldrar segjum börnum okkar að skrímsli séu ekki til. En í hinu raunverulega lífi eru skrímsli til. Brittany Zamora er skrímsli.“

Hefur Arizona Republic eftir föður piltsins.

Skólafélgar piltsins gerðu starfsfólki skólans viðvart um málið í febrúar og þá þegar hófst rannsókn innanhúss á málinu en skólastjórinn segir að ekkert hafi komið fram í þeirri rannsókn sem benti til þess að pilturinn hefði verið beittur kynferðisofbeldi.

Brittany Zamora neitar sök í málinu en það verður tekið fyrir hjá dómstól í Arizona í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun

Engin miskunn hjá dönskum dómstólum – Dæmdur í 20 ára fangelsi og vísað úr landi fyrir morðtilraun
Pressan
Í gær

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“
Pressan
Í gær

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum
Pressan
Í gær

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS

Sænskur prófessor bjargaði nemanda sínum úr klóm ISIS
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“

Jonathan hætti lífi sínu til að skrifa þetta- „Ég hugsa um hana á hverjum degi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri

„Hendum skítnum beint í ruslið“ – Dönsk nýnasistasamtök dreifa áróðri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna

Þetta er nú hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna