fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Tengdaforeldrar Donald Trump orðnir bandarískir ríkisborgarar – Trump hefur gagnrýnt reglurnar sem þau fengu ríkisborgararéttinn út á

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 05:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor og Amalija Knavs sóru í gær eið hjá alríkisdómara á Manhattan í New York og urðu í framhaldinu bandarískir ríkisborgarar. Það eru eflaust fæstir sem kannast við nöfn hjónanna eða vita hver þau eru en þau eru foreldrar Melania Trump eiginkonu Donald Trump forseta. Þau fengu ríkisborgararétt á grundvelli laga sem eru Trump mikill þyrnir í augum og hann vill afnema.

Hjónin fengu lögreglufylgd í dómshúsið og vakti koma þeirra að vonum mikla athygli. Fjöldi fréttamanna mætti á svæðið. Lögmaður hjónanna sagði fréttamönnum að allt hefði gengið vel og hjónin væru þakklát og ánægð með þennan góða dag.

Þau hafa búið í Bandaríkjunum í mörg ár og hafa oft sést í Washington þaðan sem þau hafa ferðast með forsetafjölskyldunni til golfvallar Trump í Flórída. Í febrúar var skýrt frá því að hjónin væru með græna kortið svokallaða en það veitir fólki rétt til að vinna og dvelja í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma.

Ekki er vitað hvernig hjónin fengu græna kortið en hugsanlega hefur Melania eða einhver annar úr forsetafjölskyldunni aðstoðað þau við það og mælt með þeim en Trump hefur einmitt gagnrýnt lög sem gera fólki kleift að fá ættingja sína til landsins, svokallaður raðinnflutningur. CNN segir að megnið af grænu kortunum séu veitt á grunni fjölskyldutengsla.

Trump hefur krafist lagabreytinga þannig að aðeins hjón og börn undir 18 ára aldri fái að setjast að í Bandaríkjunum á grunni þess að þau eigi fjölskyldu þar fyrir. Þetta gæti að mati sérfræðinga fækkað innflytjendum um 40-50 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar