fbpx
Pressan

Evrópskur landbúnaður í miklum vanda vegna þurrka í sumar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 21:30

Miklir hitar og þurrkar víða í Evrópu í sumar hafa leikið bændur grátt og eiga þeir margir í miklum vandræðum. Mörg Evrópuríki hafa ákveðið að grípa til aðgerða og veita bændum aðstoð á þessum erfiðu tímum en uppskerubrestur er víða staðreynd og mörgum reynist erfitt að útvega nægt fæði fyrir húsdýrin.

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma bændum til aðstoðar en talið er að tap landbúnaðarins vegna þurrkana sé um 6,4 milljarðar danskra króna. ESB hefur samþykkt að aðildarríki sambandsins megi flýta greiðslum styrkja til bænda og mega þeir nú fá 85 prósent af stuðningi hins opinbera greiddan fyrr en ella.

Sænska ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að koma bændum til aðstoðar og veita 1,2 milljörðum sænskra króna til þess. Kornuppskeran hefur farið illa út úr þurrkunum en að jafnaði er hún um 6,5 milljónir tonna en verður aðeins um 4, 2 milljónir tonna þetta árið. Sama staða er hjá norskum kornbændum, uppskeran verður miklu minni en í meðalári.

Norska ríkisstjórnin hefur ekki viljað grípa til beins fjárhagslegs stuðnings við bændur vegna þessarar ótíðar en hefur létt á ýmsum reglum. Aukinn þrýstingur er á ríkisstjórnina um að veita bændum beinan fjárhagslegan stuðning. Margir bændur hafa þurft að senda kýr til slátrunar því þeir eiga ekki nægilega mikið fóður fyrir þær. Hey verður keypt frá Íslandi en það dugir ekki til að allir geti fengið það fóður sem þeir þurfa.

Pólska ríkisstjórnin ætlar að veita bændum beinan fjárhagsstuðning upp á marga milljarða en áætlað er að tap landbúnaðarins vegna tíðarfarsins sé um 30 prósent miðað við meðalár.

Þjóðverjar ræða einnig fjárhagsstuðning við bændur þessa dagana en fulltrúar landbúnaðarins hafa farið fram á aðstoð upp á einn milljarð evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein