fbpx
Pressan

Fjöldi innflytjenda í bekkjum grunnskóla hefur áhrif á laun bekkjarfélaga þeirra síðar á ævinni – 20 prósent lægri laun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 06:29

Mynd úr safni.

Ef meira en 15 prósent af börnum í bekkjum grunnskóla eiga ættir að rekja til ríkja utan Vesturlanda eru miklar líkur á að innfæddu börnin og börn frá Vesturlöndum fái lægri laun síðar á lífsleiðinni en önnur innfædd börn. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar dönsku hugveitunnar Kraka og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að ef fleiri en 3 nemendur í 20 barna bekk eru af ættum fólks frá ríkjum utan Vesturlanda þá séu miklar líkur á að bekkjarsystkin fái lægri laun síðar á lífsleiðinni en önnur dönsk börn.

Þetta hefur vakið mikla athygli í Danmörku og ekki eru allir á eitt sáttir við þessa greiningu og niðurstöður hennar. Jótlandspósturinn hefur eftir Niels Egelund, prófessor við kennaradeild Árósaháskóla, að þetta sé í fyrsta sinn sem áhrif samsetningar skólabekkja sé skoðuð og kortlögð og að hér sé um „hræðilega nýja vitneskju“ að ræða. Hann sagði að greiningin væri sú ítarlegasta sem hefði verið gerð um þessi mál og marki tímamót og muni hafa áhrif.

Ef minna en 15 prósent nemenda í hverjum bekk eru af ættum fólks frá ríkjum utan Vesturlanda hefur það engin áhrif á laun hinna barnanna. Ef hlutfallið er umfram 15 prósent mega börnin eiga von á að eftir 20 ár verði laun þeirra tæplega 20 prósent lægri en þau hefðu annars verið. Í tölunum er tekið tillit til félagshagfræðilegrar stöðu barnanna.

Claus Hjortdal, formaður samtaka skólastjóra, er efins um niðurstöðurnar og bendir á að börnin, sem tóku þátt í rannsókninni, hafi lokið grunnskólanámi fyrir 20 árum en þá hafi skólarnir verið öðruvísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast

Mörgum Svíum léttir mikið – Stóra kryddmálið er að leysast
Pressan
Í gær

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan

Móðirin er þakin marblettum – Sannkölluð hetjudáð hennar ástæðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal

Fellibylur stefnir á Spán og Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein

Stúdentum bannað að vera í „vafasömum búningum“ á Hrekkjavöku: Mega ekki vera kúreki, Ísraeli eða Harvey Weinstein