fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump telur sjálfan sig vera snilling hvað varðar utanríkismál en eitt á þessi mikli snillingur (að eigin mati) erfitt með að skilja og það eru tímabelti heimsins. Trump er mjög hvatvís og ef honum dettur í hug síðdegis eða seint að kvöldi að bandarískum tíma að hringja í erlenda þjóðarleiðtoga vill hann gera það strax. Aðstoðarmenn hans hafa margoft þurft að grípa inn í og benda honum á að tímasetningin sé ekki viðeigandi því viðmælandinn sé væntanlega steinsofandi enda hánótt hjá honum.

Politico skýrir frá þessu. Fram kemur að Trump hafi eitt sinn ætlað að hringja í Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, um miðjan dag að bandarískum tíma en þá var hánótt í Japan.

„Hann var ekki góður í að skilja að þjóðarleiðtogi gæti verið 80 eða 85 ára og ekki vakandi eða á rétta staðnum klukkan 10.30 eða 11 að kvöldi.“

Hefur miðillinn eftir einum starfsmanni Hvíta hússins.

„Þegar hann vill hringja í einhvern þá vill hann hringja í hann. Hann er mjög hvatvís á þennan hátt. Hann hugsar ekki um hvað klukkan er eða hver á í hlut.“

Sagði annar starfsmaður.

Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í samtali við Politico að „erlendir þjóðarleiðtogar kunni vel að meta að forsetinn sé reiðubúinn til að svara hringingum þeirra að degi sem nóttu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“