fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fríið á Benidorm breyttist í martröð: Boðið tíu þúsund í bætur – Ónýtt út af „allt of mörgum Spánverjum á svæðinu“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

81 árs gömul bresk kona að nafni Freda Jackson er í sárum eftir ferðalag sem hún fór í til Benidorm ásamt vinkonu sinni í maí síðastliðnum. Sakar hún um ferðaskrifstofuna um vörusvik og segir draumafríið hafa verið eyðilagt. Ástæðan? Það voru allt of margir Spánverjar á svæðinu.

Þetta kemur fram á vef Mirror en Freda segir farir sínar ekki sléttar af ferðaskrifstofunni sem seldi henni og vinkonu hennar pakkaferðina. Segist hún hafa grátið af vonbrigðum.

Fram kemur að Freda og vinkona hennar hafi í maí síðastliðnum gist í tvær vikur á Poseidon Playa hótelinu sem staðsett er rétt fyrir utan Benidorm. Freda segir starfsmann ferðaskrifstofunnar hafa mælt sérstaklega með því hóteli. Vinkonurnar lifa báðar á ellilífeyri og höfðu þær safnað fyrir ferðinni í marga mánuði.

Fyrsta áfallið kom í ljós eftir að ferðaskrifstofan gleymdi að láta þær vinkonur vita að búið væri að breyta tímasetningu á fluginu. Þegar vinkonurnar mættu á hótelið kom í ljós að herbergið þeirra var staðsett á 14. hæð en þær höfðu beðið sérstaklega um herbergi á jarðhæð. Þegar vinkonurnar höfðu komið sér fyrir og fóru að skoða sig um á hótelinu var Fredu síðan allri lokið. Var það mikið áfall að uppgötva að meirihluti hótelgesta voru Spánverjar.

„Hótelið okkar var fullt af Spánverjum í sumarfríi og þeir fóru virkilega í taugarnar á okkur af því að þeir voru svo dónalegir,“ segir hún og nefnir dæmi.„Eitt kvöldið lenti ég í því að Spánverji rakst í mig og ég flaug á hausinn. Hann gekk í burtu án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar.“

Þá bætir hún við að öll skemmtiatriðin og afþreyingin sem í boði var á hótelinu hafi verið ætluð Spánverjum.

„Af hverju geta þessir Spánverjar ekki farið eitthvað í annað í fríinu?“

Þá segir hún að enginn fulltrúi ferðaskrifstofunnar hafi verið á svæðinu. Ákvað hún því að senda fyrirtækinu harðort kvörtunarbréf. Í kjölfarið var henni boðin inneign hjá fyrirtækinu upp á tæpar 10 þúsund íslenskar krónur. Málið hefur vakið þó nokkra athygli í Bretlandi og nýjustu vendingar eru þær að greint hefur verið frá því að Freda hafi hafnaði boði um tíu þúsund krónur og í kjölfarið bauð ferðaskrifstofan þeim vinkonum 80 þúsund króna inneign til að skipta á milli sín. Freda segist ekki enn hafa svarað því boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?