fbpx
Pressan

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:30

Kim Jong-un og Moon Jae-in.

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu, Moon Jae-in og Kim Jong-un, ætla að hittast í Pyongyang í Norður-Kóreu í næsta mánuði til að ræða málefni ríkjanna. Á laugardaginn hefjast Asíuleikarnir í Indónesíu og munu lið Kóreuríkjanna ganga þar saman inn og ríkin senda sameiginleg lið til keppni í nokkrum greinum. Það virðist því sem samskipti ríkjanna fari stöðugt batnandi.

Ráðherrar frá báðum ríkjum funduðu í landamærabænum Panmunjom á mánudaginn og voru ýmis mál á dagskrá en leiðtogafundurinn var óneitanlega stærsta málið. Rætt var um Asíuleikana og að leyfa fjölskyldum, sem eru aðskildar vegna Kóreustríðsins, að hittast.

Leiðtogafundurinn hefur ekki verið dagsettur en þétt dagskrá er hjá báðum leiðtogunum og ekki er víst að undirbúningur fundarins muni ganga snurðulaust fyrir sig. Cho Myoung-gyon, ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu, segir að það séu ákveðnar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en af fundinum getur orðið. Kjarnorkumálin eru ein þessarra hindrana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa