fbpx
Pressan

Vinsælasta atvinnuauglýsingin í dag – „Þetta er raunverulegt og EKKI eitthvað grín“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 06:46

Mynd úr safni. Mynd:Flickr

„Þetta er raunverulegt og EKKI eitthvað grín,“ segir í upphafi atvinnuauglýsingar sem var birt á Facebook í síðustu viku og hefur farið á mikið flug.  Margir hafa tjáð sig um hana og segja meðal annars að hér sé um „draumastarf“ og „draumalíf“ að ræða og aðrir segja þetta vera „köllun“ sína í lífinu.

Auglýsingin er frá kattaathvarfinu God‘s Little People Cat Rescue á grísku eyjunni Syros. Þar vantar nú kattavin til starfa. Hann þarf auðvitað að vera reiðubúinn til að flytja til eyjunnar og hugsa um kettina.

„Ég er að leita að einhverjum sem getur stýrt gríska kattaathvarfinu mínu í fjarveru minni. Þú þarft að hugsa um 55 ketti og hafa umsjón með þeim öllum og gefa þeim að éta og lyf. Þú munt stundum þurfa að handsama eða glíma við villiketti eða ófélagslynda ketti svo það er mikilvægt að vita eitthvað um sálfræði katta . . . .“

Segir meðal annars í auglýsingunni.

Athvarfið er staðsett á „afviknum og friðuðum stað“ og því er starfið, samkvæmt því sem segir í auglýsingunni, hentugt fyrir fólk sem kann að meta frið og ró og þrífst vel eitt og með köttum.

„Þú munt aldrei finna til einmanaleika í félagsskap kattanna og þess er vænst að þú hafir nokkra ketti í húsinu þínu.“

Húsið er hluti af starfskjörunum og vatn og rafmagn er ókeypis. Garður fylgir húsinu og útsýni yfir Eyjahafið. Ekki er tekið fram hver launin eru en bent á vefsíðu þar sem fjallað er almennt um laun í Grikklandi.

Um hlutastarf er að ræða, fjórar klukkustundir á dag. Leitað er að manneskju sem er reiðubúin til að sinna starfinu í sex mánuði hið minnsta og reiknað er með að þjálfun hefjist í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa