fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Pressan

Sakborningur í hópnauðgunarmál fyrir dómi – „Það var svo hugguleg stemning hjá okkur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 06:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í skelfilegu hópnauðgunarmáli en fjórir ungir menn eru ákærðir fyrir að hafa hópnauðgað 19 ára konu í desember á síðasta ári. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðgun og að hafa byrlað konunni ólyfjan svo hún gat enga vörn veitt.

Í gær kom fyrsti sakborningurinn, S.A., fyrir dóminn í Herning í Danmörku. Maðurinn, sem er 25 ára, sagði ítrekað að það hefði verið svo „hugguleg stemning“ þessa nótt. Hann og félagar hans eru ákærðir fyrir að hafa neytt konuna til munnmaka, að hafa káfað á henni og að hafa sett hárbursta upp í endaþarm hennar. Þeir neita allir sök í málinu og segja að konan hafi tekið þátt í þessu af fúsum og frjálsum vilja.

Auk þessa máls eru mennirnir ákærðir fyrir þrjár aðrar nauðganir. Saksóknari krefst þungra fangelsisdóma yfir þeim öllum og að þremur þeirra verði vísað úr landi fyrir fullt og allt en þeir eru ekki danskir ríkisborgarar. Tveir þeirra eru frá Afganistan og sá þriðji frá Írak.

„Þetta var ekki til að brjóta á henni eða meiða hana. Það var svo hugguleg stemning hjá okkur.“

Sagði S.A. fyrir dómi í gær. Hann sagði að konan hefði aldrei sagt nei eða stopp, hún hafi gengið um, talað við þá, hafi sjálf afklætt sig að mestu og verið með fullri rænu. Sjálfur sagðist hann aðeins hafa snert brjóst hennar tvisvar og rass einu sinni.

Saksóknari er á öðru máli og segir að konunni hafi verið byrluð ólyfjan og muni ekki hvað gerðist þessa nótt. Þetta byggir saksóknarinn á upptökum sem mennirnir deildu á samfélagsmiðlum.

Rúmlega 10 myndbönd og margar ljósmyndir voru sýndar fyrir dómi í gær en aðeins dómari og málsaðilar fengu að sjá þau vegna innihalds þeirra.

Einn hinna ákærður, J.S, er 22 ára og er ákærður fyrir fjórar nauðganir sem ná allt aftur til 2013. Hann neitar ekki að hafa stundað kynlíf með konunum í málunum en heldur því fram að þær hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja. Það sama á við um ákærur á hendur M.B, sem er 26 ára og ákærður fyrir þrjár nauðganir þar sem J.S. er einnig ákærður. M.B. viðurkennir að hafa stundað kynlíf með konunum en segir að það hafi verið með þeirra samþykki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey

Vísindamenn heimsóttu nýja eldfjallaeyju – Verður skammlífari en Surtsey
Pressan
Í gær

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani

Kynþáttaárás á Englandi: Þekktur mannréttindafrömuður barinn fyrir að vera Pakistani
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár