fbpx
Pressan

Uppnám hjá dönsku konungsfjölskyldunni – Þjófar á ferð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 19:00

Friðrik krónprins í Vasahlaupinu 2012. Mynd:Wikimedia Commons

Þrátt fyrir að mikil öryggisgæsla sé í kringum dönsku konungsfjölskylduna þá getur hún greinilega fengið óboðna gesti í heimsókn. Það gerðist um miðjan júlí þegar Friðrik krónprins og fjölskylda hans voru í sumarfríi í Gråsten höllinni á sunnanverðu Jótlandi.

Her&Nu skýrir frá þessu. Fram kemur að börn krónprinsparsins hafi verið að leik í hallargarðinum þegar prins Christian, sem er þriðji í erfðaröðinni að dönsku krúnunni, hafi tekið eftir tveimur óboðnum gestum í hallargarðinum. Hann gerði lífvörðum fjölskyldunnar strax viðvart. Óboðnu gestirnir voru strax handteknir en þarna reyndist vera um 29 ára karlmann og 28 ára konu að ræða.

Talskona lögreglunnar staðfesti þetta í samtali við Her&Nu.

Í fyrstu var ekki vitað hversu margir óboðnir gestir hefðu farið inn í hallargarðinn og var því mikil og nákvæm leit gerð í honum og höllinni.

Í ljós kom að fólkið var eitt á ferð og hafði ekki farið inn í hallargarðinn til að koma nærri hinum konungbornu heldur hafði fólkið ætlað stela kirsuberjum en nokkur kirsuberjatré eru í hallargarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“
Pressan
Í gær

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu

Tveir hælisleitendur á unglingsaldri myrtir í Þrándheimi í gærkvöldi – Árásarmaðurinn alvarlega særður eftir skot lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos

Stal korti látins nágranna og eyddi 880 þúsund á Dominos