fbpx
Pressan

Enn eitt hryllingsmálið á Englandi – 30 karlar og 1 kona ákærð fyrir barnaníð, nauðganir og mansal – Fórnarlömbin 12 til 18 ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 05:29

30 karlar og 1 kona hafa verið ákærð fyrir nauðganir, barnaníð og mansal í og nærri Hudderfield í norðurhluta Englands. Fórnarlömbin eru fimm stúlkur á aldrinum 12 til 18 ára. ofbeldið átti sér stað frá 2005 til 2012.

Réttarhöld í málinu hefjast þann 5. september í Kirklee. Independent og Metro skýra frá þessu. Miðlarnir hafa birt nöfn 18 af karlmönnunum 30 en 12 nöfn er óheimilt að birta segir í umfjöllun þeirra. Einnig hefur nafn konunnar verið birt.

Meðal þeirra sem eru ákærðir eru Mohammed Sajjad, 31 árs, sem er ákærður fyrir fjórar nauðganir á 13-15 ára stúlkum, nauðgun á stúlku yngri en 13 ára og að hafa selt stúlkur til vændiskaupenda.

Basharat Hussain, 31 árs, er ákærður fyrir tvær nauðganir á stúlkum á aldrinum 13 til 15 ára.

Mohammed Akram, 41 árs, fyrir að hafa selt tvær stúlkur mansali til vændis og að hafa nauðgað 14 og 15 ára stúlkum.

Eins og nöfn hinna ákærðu bera með sér eiga þeir ættir að rekja til annarra ríkja en Bretlands. Málið minnir óþægilega á mál sem kom upp fyrir nokkrum misserum í Rotherham þar sem rannsókn blaðamanna kom upp um stórt net karlmanna af asískum uppruna sem höfðu árum saman misnotað ungar stúlkur kynferðislega. Yfirvöld höfðu ekki þorað að taka á málinu af ótta við að vera sökuð um kynþáttafordóma en starfsmenn barnaverndaryfirvalda höfðu vitað af misnotkuninni síðan á tíunda áratugnum. Þá hafði lögreglan látið hjá líða að rannsaka málið þrátt fyrir að hafa vitneskju um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa