fbpx
Pressan

Hélt að hún hefði týnt augnlinsunni – Fann hana 28 árum síðar á ótrúlegum stað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 19:00

Linsan umrædda. Mynd:Sirjhun Patel/BMJ Case Reports

Notar þú augnlinsur og hefur týnt án þess að hugsa frekar út í hvað hafi orðið af þeim? Það var einmitt það sem gerðist fyrir 28 árum. Þá var 14 ára stúlka að spila badminton. Hún fékk bolta í augað og þá losnaði linsa í auganu. Stúlkan og móðir hennar héldu að linsan hefði dottið út og hugsuðu ekki frekar út í þetta. En nýlega, 28 árum síðar kom linsan í leitirnar. Hún hafði færst til í auganum og sat undir augnlokinu í öll þessi ár.

Þetta kemur fram á vef ScienceAlert þar sem vitnað er í grein í vísindaritinu British Medical Journal. Læknar segja að um mjög sérstakt tilfelli sé að ræða. Konan, sem er nú 42 ára, leitaði til læknis eftir að auga hennar hafði verið bólgið og slappt í sex mánuði. Læknar fundu sex millimetra blöðru í augnlokinu. Hún var fjarlægð með skurðaðgerð. Í aðgerðinni sprakk blaðran og þá kom augnlinsan í ljós.

Konan var furðu lostin því hún hafði ekki notað linsur í fjölda ára en móðir hennar rifjaði upp atvikið úr badmintontímanum 28 árum áður.

Læknar segja að tilfelli sem þetta séu mjög sjaldgæf og því þurfi fólk ekki að óttast þótt það hafi glatað linsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin

Bandaríkjaher ætlar að auka umsvif sín á Grænlandi – Ríkisstjórnin sprungin
Pressan
Í gær

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað

Coca-Cola skoðar að setja kannabisdrykk á markað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot

Vandræði varðandi útnefningu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum – Brett Kavanaugh sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa

56 morð á dag og 62.000 lögreglumenn vantar til starfa