fbpx
Pressan

Hræðileg framtíðarspá – Hiti getur orðið tugum þúsunda að bana árlega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 07:01

Árlega látast um 3.500 Bandaríkjamenn af völdum hita. Engar aðrar náttúruhamfarir verða fleirum að bana þar í landi. En þetta getur breyst til enn verri vegar samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Brown University. Þar kemur fram að fyrir lok aldarinnar geti fjöldinn verið kominn í rúmlega 52.000 manns árlega.

The Guardian skýrir frá þessu.  Fram kemur að 100 milljónir Bandaríkjamanna búi á svæðum þar sem miklir hitar hafa verið í sumar. Hitinn fór heldur ekki framhjá nágrönnunum í Kanada en í Montreal létust að minnsta kosti 70 manns af völdum hita í sumar.

Venjulega er svalara í veðri á austurströnd Bandaríkjanna en annarsstaðar í landinu en hlutfallslega eru flest dauðsföll vegna hita í Philadelphia og Baltimore. Í Philadelphia hefur hitinn náð allt að 40 gráðum í sumar og hafa borgaryfirvöld staðið fyrir herferð til að vekja athygli fólks á hættunni sem getur fylgt svona miklum hita. Þá hafa verið settar upp sérstakar „kælingamiðstöðvar“ þar sem fólk getur komið og kælt sig niður í herbergjum með loftkælingu.

Caroline Johnson, læknir og einn æðstu yfirmanna heilbrigðisyfirvalda í borginni, sagði í samtali við The Guardian að það yki á vandann í borginni að gömul hús eru þakin tjöru og standi svo þétt saman að vindur nái ekki að leika um. Þetta veldur því að hitinn er fjórum gráðum meiri í fátækari hverfum borgarinnar en öðrum.

Borgaryfirvöld hyggjast nú planta mörg hundruð þúsund trjám en bandarísk umhverfisyfirvöld segja að það geti lækkað hitann um 1 til 5 gráður.

Í Los Angeles hafa borgaryfirvöld hafist handa við að gera malbik ljósara því dökkt malbik dregur ekki úr hita heldur þvert á móti. New York Times skýrir frá þessu og segir að í New York sé búið að mála hálfa milljón fermetra af þökum háhýsa borgarinnar til að þau endurkasti sólarljósinu betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Pressan
Í gær

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi
Pressan
Í gær

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar