fbpx
Pressan

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 15:57

John Ridding, forstjóri Financial Times hefur afsalað sér launahækkun upp á 510.000 pund, sem svarar til um 70 milljóna íslenskra króna, eftir kröftug mótmæli blaðamanna og annarra starfsmanna blaðsins. Fénu verður nú varið í önnur verkefni hjá blaðinu.

Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá því að Ridding hefði fengið umrædda launahækkun þar sem blaðinu hefði tekist að fjölga áskrifendum að netútgáfu þess um 10 prósent en þeir eru nú um 714.000. Árslaun Ridding eftir hækkunina voru þá orðin 2,6 milljónir punda.

Óhætt er að segja að soðið hafi upp úr hjá starfsmönnum blaðsins við þessi tíðindi. Trúnaðarmaður blaðamanna gagnrýndi hækkunina harðlega í tölvupósti sem var sendur til blaðamanna og ritstjóra blaðsins.

Ridding hefur nú ákveðið að afsala sér hækkuninni. Í tölvupósti til starfsmanna segir hann að upphæðin og sú mikla prósentuhækkun sem hann hafi fengið hafi vakið áhyggjur starfsmanna og verið talin undarleg. Af þeim sökum hafi hann nú afsalað sér hækkuninni. Peningarnir verða nýttir í sjóð sem á að hjálpa konum að klífa metorðastigann hjá Financial Times og útrýma launamuni kynjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Pressan
Í gær

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi
Pressan
Í gær

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar