fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Launahækkun forstjóra dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Ridding, forstjóri Financial Times hefur afsalað sér launahækkun upp á 510.000 pund, sem svarar til um 70 milljóna íslenskra króna, eftir kröftug mótmæli blaðamanna og annarra starfsmanna blaðsins. Fénu verður nú varið í önnur verkefni hjá blaðinu.

Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá því að Ridding hefði fengið umrædda launahækkun þar sem blaðinu hefði tekist að fjölga áskrifendum að netútgáfu þess um 10 prósent en þeir eru nú um 714.000. Árslaun Ridding eftir hækkunina voru þá orðin 2,6 milljónir punda.

Óhætt er að segja að soðið hafi upp úr hjá starfsmönnum blaðsins við þessi tíðindi. Trúnaðarmaður blaðamanna gagnrýndi hækkunina harðlega í tölvupósti sem var sendur til blaðamanna og ritstjóra blaðsins.

Ridding hefur nú ákveðið að afsala sér hækkuninni. Í tölvupósti til starfsmanna segir hann að upphæðin og sú mikla prósentuhækkun sem hann hafi fengið hafi vakið áhyggjur starfsmanna og verið talin undarleg. Af þeim sökum hafi hann nú afsalað sér hækkuninni. Peningarnir verða nýttir í sjóð sem á að hjálpa konum að klífa metorðastigann hjá Financial Times og útrýma launamuni kynjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“