fbpx
Pressan

Ætlaði að nauðga 13 ára stúlku – Átti enga von á því sem beið hans á áfangastað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 07:31

Á aðfangadag á síðasta ári ákvað 22 ára maður að leggja á sig að aka á milli bæja til að hitta 13 ára stúlku. Þau höfðu verið í samskiptum á samfélagsmiðlum og höfðu ákveðið að hittast til að stunda kynlíf. En þegar á áfangastað var komið brá manninum illilega í brún.

Maðurinn ók frá Løgumkloster á Jótlandi í Danmörku til Horsens til að hitta stúlkuna. Þau höfðu hist á samfélagsmiðlinum Snapchat skömmu áður. Þegar maðurinn kom á staðinn þar sem þau ætluðu að hittast og hann hafði í hyggju að níðast á stúlkunni var hún ekki til staðar.

Á staðnum voru faðir hennar, 45 ára, og vinur hans. Þeir voru vopnaðir járnrörum. Fyrir dómi sagði maðurinn að faðir stúlkunnar og vinur hans hafi krafið hann um síma hans og bíllyklana og hafi síðan komið í veg fyrir að hann gæti ekið á brott.

Ungi maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ætlað að níðast á stúlkunni. Í síma hans fundust 17 nektarmyndir af henni og flokkast þær sem barnaklám. Hann var einnig dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í 80 klukkustundir og halda áfram meðferð hjá kynlífsfræðingi en hann hefur verið í slíkri meðferð frá 2015 en þá sendi hann 10 ára stúlku nektarmyndir af sjálfum sér.

Faðir stúlkunnar var dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ógnað manninum með járnröri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Pressan
Í gær

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi
Pressan
Í gær

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni

Tveir unglingar létust í kjölfar hræðilegs ofbeldisverks í Þrándheimi – Meintur gerandi skotinn af lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna

Primera Air stefnt fyrir dóm – Flugfélagið sakað um að fara á svig við kjarasamning flugmanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar

Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum – Bjó til formúlu til að finna vinningstölurnar