fbpx
Pressan

Heimahjálpin grunuð um að hafa stolið 400.000 krónum frá skjólstæðingi – Heima hjá henni fundust 37 milljónir í reiðufé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 17:30

Eftir að þrítug kona, sem starfar við heimahlynningu, hafði komið heim til 72 ára skjólstæðings heimahlynningarinnar í apríl á síðasta ári hófst rannsókn á meintum þjófnaði hennar. Úr íbúð skjólstæðingsins hafði há fjárhæð horfið og beindist grunur lögreglunnar að heimahjálpinni.

Málið er nú fyrir dómi í Noregi en konan hefur verið ákærð fyrir þjófnað og hylmingu. Í umfjöllun Aftenposten kemur fram að grunur hafi vaknað um að konan hafi stolið 30.000 norskum krónum, sem svara til um 400.000 íslenskra króna, frá 72 ára skjólstæðingi heimahlynningarinnar. Þegar lögreglan framkvæmdi húsleit heima hjá konunni fundust 2,9 milljónir norskra króna í reiðufé en það svarar til um 37 milljóna íslenskra króna.

Verjandi konunnar segir að hún neiti öllum ákæruatriðum. Hún hafi aldrei stolið neinu og vitað sé að fleiri starfsmenn heimahlynningarinnar hafi sinnt fyrrnefndum skjólstæðingi. Lögreglunni hafi ekki tekist að sanna að konan hafi stolið peningunum af heimili skólstæðingsins. Hann sagði að milljónanna hafi konan aflað á löglegan hátt, hún hafi ekki stolið peningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun

Fjögur börn létust í hjólreiðaslysi í Hollandi í morgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík

Brexit getur valdið flugfarþegum miklum vandræðum – Mikil vandræði fyrirsjáanleg í Keflavík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona á klósettpappírinn að snúa

Svona á klósettpappírinn að snúa