fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Segir guðleysingja hafa brostið greind og karakterstyrk – „Alvarlegasti vandi þjóðar okkar núna er guðleysið“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alvarlegasti vandi þjóðar okkar núna er guðleysið. Það vantar trúarvakningu í íslenskt mannfélag. Foreldrar ættu aftur að fara að biðja til Guðs með börnum sínum, sækja með þeim kirkju, kenna þeim kristindóm. Grunnskólarnir eru lokaðir prestum. Og þar eru engin kristin fræði. Fótboltahetjur okkar bíta flestar úr sér tunguna í fyrirmannlegri þögn, þegar fluttur er þjóðsöngurinn um Guð vors lands, en áhorfendurnir á pöllunum þenja sig að vísu fullum hálsi, . . . .“

Þetta segir í upphafi greinar Gunnars Björnsson, pastor emeritus og fyrrum sóknarprests, í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Gunnar að guðleysi sé alvarlegasti vandi þjóðarinnar nú um stundir. Biskupsstofa sé lokuð vegna sumarleyfa þrátt fyrir að þar séu tugir manna á launaskrá, borgarstjórn sé ekki góð við Hjálpræðisherinn og rektor Háskóla Íslands útskrifi hundruð kandídata án þess að biðja þeim blessunar guðs. Þingmenn og forseti lýðveldisins koma einnig við sögu í skrifum Gunnars:

„Á alþingi Íslendinga situr fólk, sem hegðar sér eins og það sé andstæðingar kirkju og kristni. Og hæstvirtur forseti vor leggur hornstein að vatnsorkuveri og óskar þess raunar, að blessun fylgi mannvirkinu, en segir ekki „Guðs blessun“.“

Gunnar segir að ef kristni leggist af verði til tómarúm sem muni fljótt fyllast af öðru efni. Síðan víkur hann að þeim sem hæst hafa um eigið guðleysi og stofna jafnvel um það félög. Gunnar segir þá oft hafa upplifað mótgang og armæðu í æsku en hafi brosti greind, karakterstyrk, fræðslu og hjálp til að takast á við þetta:

„Þeim, sem hæst hafa um guðleysi sitt, og það svo, að þeir stofna um það félög, hafa hlutirnir oft snúist til mótgangs og armæðu í bernsku eða æsku. Hina sömu hefur brostið greind, karakterstyrk, fræðslu og hjálp til þess að leggja þetta að baki, fyrirgefa, gleyma. Í meintu guðleysi eru ýmsir haldnir sektarkennd með grímu, það sækir að syndavitund í dularklæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“